föstudagur, 26. ágúst 2016

Tek að mér allsherjar mælingar, fitumælingar, ummálsmælingar, þolpróf!

Ég get tekið að mér allsherjar mælingar ef þið hafið áhuga. Það getur verið ummálsmæling, fitumæling, vigtun, þolpróf, líkamsstöðugreining.

Allar mælingar og þolpróf í einum pakka - fyrir og eftir

3 mánaða pakki - Mikið aðhald
Líkamsstöðugreining - 3 skipti - tillögur af leiðréttingaæfingum
Ummálsmælingar - 12 skipti
Vigtun - 12 skipti
Fitumæling - 6 skipti
Þolpróf - 3 skipti

20.000 kr

3 mánaða pakki - minna aðhald
Líkamsstöðugreining - 2 skipti - tillögur af leiðréttingaæfingum
Ummálsmælingar - 6 skipti
Vigtun - 6 skipti
Fitumæling - 3 skipti
Þolpróf - 2 skipti

13.000 kr

Ummálsmæling, fitumæling og vigtun - 10 skipta kort

8000 kr

Ummálsmæling, fitumæling og vigtun - 5 skipta kort

5000 kr

Ummálsmæling, fitumæling og vigtun - 1 skipti

1500 kr.

Þolpróf - 1 skipti

2000 kr




Nýjustu mælingar og myndir....

Það var verið að fitumæla mig og cm mæla, einnig vigtaði ég mig í gær og tekin mynd af mér.
Ég set fram fyrstu mælingu og aðra mælingu hér á eftir:

3. ágúst - Fitumæling
26. ágúst - Fitumæling
Það eru sem sagt farin 4,4 % á 23 dögum

3. ágúst - Ummálsmæling
 26. ágúst - Ummálsmæling
Það eru því farnir 28 cm á þessum tíma.

Vigtun í gær sýndi fram á þetta:
95,6 kg og eru  þá farin 4,2 kg á tímabilinu.

Og svona leit ég út í gær :-)




Ég þrjóskast þetta áfram. Þetta er bara mjög erfitt, verð að viðurkenna það, en líka gaman, sem betur fer!!







mánudagur, 22. ágúst 2016

10 km hlaup og nýtt þrekpróf

Við hjónakornin skruppum til Reykjavíkur á föstudagsmorgun til að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni þetta árið. Við höfum aldrei verið svo fræg að taka þátt í þessu hlaupi fyrr þó ég hafi nú sótt höfuðborgina á Menningarnótt áður. Æfingarferlið var stutt hjá okkur, svo ekki sé meira sagt. Við skráðum okkur reyndar í febrúar og þá í hálft maraþon. En eitthvað var lítið um æfingar og því var skráningin löguð fyrir ca. mánuði síðan og þá í 10 km. Samt sem áður fór lítið fyrir æfingunum og svaraði Ingvar að bragði þegar hann var spurður að því eftir hlaup hvort hann væri að hlaupa mikið: "Ég hljóp heim úr vinnunni um daginn!" 
En við sem sagt komumst alla 10 km og vorum bara nokkuð sátt með okkur og tímana okkar. 

Eftir hlaupið brunuðum við í Árbæjarlaug í sund og pott og svo aftur niður í bæ stuttu síðar að borða á Hornið.  Við fengum okkur dýrindis pizzu/pasta og hvítvín og bjór með.

Við fengum tækifæri til að kíkja aðeins á menninguna fyrir flugið heim, sem samt snérist kannski fyrst og fremst um að troðast í gegnum mannhafið á Laugarvegi og Austurstræti. Veðrið var hrikalega gott þannig að maður fór víst eitthvað lítið inn til að kynna sér menninguna innandyra.  Það er ekki ólíklegt að við gerum þetta að árlegum viðburði, kannski æfum við okkur þá aðeins fyrir hlaupið. Sko bara kannski!! :-)

Ég fór í Héraðsþrek áðan og tók sambærilegt þrekpróf og um daginn. Það var Cooper testið og fór ég núna á 12 mínútúm 1920 m sem að gefur mér þoltöluna 31,63. 

Svo var það DU í mínútu og hvíld í mínútu, þrisvare sinnum.
1 umferð - 51 DU
2 umferð - 39 DU
3 umferð - 38 DU

Ég var því að auka getuna töluvert mikið í bæði hlaupum og sippi.

Ég rúllaði kálfa og brjóstbak í dag líka, teygði vel á innan á lærum og svo Kobra í tabata.

Þeir sem eru að spá í Cooper testið, langar til að prófa að taka það þá er minnsta málið að reikna út þoltöluna fyrir ykkur og gefa ykkur upp skalann. Passið ykkur á því að hlaupa í hallanum 1 svo að prófið sé svona sirka sambærilegt við útihlaup. Ef við erum að hlaupa á bretti til að æfa okkur fyrir útihlaup að þá er gott að venja sig á að hlaupa alltaf í smá halla.

miðvikudagur, 17. ágúst 2016

Dagur 2 og markmiði náð....


Ég tók dag 2 áðan í Héraðsþreki og er eiginlega bara búin á því eftir æfinguna. Ég vil nú ekki meina að maður þurfi nú endilega að gera út af við sig til að ná árangri en það er 100% öruggt að við náum ekki árangri með því að lulla í ræktinni. Það er voðaleg leiðinlegt að segja það en það er þannig ;-) Það sama má segja með þyngdalosun. Við léttumst ekki nema við höfum fyrir því að taka mataræðið í gegn. Ef við erum ekki að léttast að þá erum við einfaldlega að borða vitlaust eða of mikið. Við erum snillingar í því að finna allskonar skýringar á því afhverju við náum ekki árangri en það eru engar aðrar skýringar en þær að við þurfum bara að gera betur!

Þannig að .... suck it up og tökum okkur á!!



Dagur 2
Upphitun
Hnébeygja 3 X 20
Framstig  3 X 20
Kobra – 8 X 20 sek
Rúlla latissimus dorsi – undir handakrika
Rúlla hamstrings og læri framan
Teygja á innri lærvöðvum.
Teygja á hálsi
Æfing – leiðrétting
Wall slide – bak í vegg – 3 X 20
Mjaðmarétta – fætur í gólfi – 3 X 20
Rotary cuff – 3 X 20 hvor hlið – 3 kg
Róa í 5 mín
Styrkur - superset
Axlarpressa – dauð – 3 X 10 – 12,5 kg
Öfugur róður á stöng – 3 X 10
Interval
Uppstig – 1 mín
Hvíld – 1 mín
Hopp á kassa – 1 mín
Hvíld – 1 mín - Allt þrisvar.
Bretti
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 8 – 1 mín
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 9 – 1 mín
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 10 – 1 mín
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 11 – 1 mín
Allt tvisvar

Ég afrekaði áðan að hoppa upp á þennan:
Það er alveg merkilegt hvað hræðslan er mikil í hausnum á okkur. Ég var sem sagt búin að vera mana mig upp í að hoppa upp í þessa hæð í Heilsueflingu en þorði aldrei. Ég ákvað svo bara áðan að hætta þessu bulli og hoppa upp á þetta. Fyrstu mínútuna hoppaði í 7 sinnum, næstu 11 sinnum og síðast 12 sinnum. Ég er því nokkuð ánægð með afrek dagsins.
 


þriðjudagur, 16. ágúst 2016

Líkamsstöðugreining....

Ég er búin að gera líkamsstöðugreiningu á sjálfri mér. Ég lét taka þessar myndir af mér 1. eða 2. ágúst. Það er nú varla að maður birti þetta með stolti hmmm. Engu að síður að þá skammast ég mín ekki fyrir það hvernig ég lít út. Ég er bara eins og ég er. Þarna er ég bara ekki í alveg nógu góðu standi, þannig er það bara og komin tími til að laga sig eitthvað til. :-)
Það sem ég þarf fyrst og fremst að gera, fyrir utan það að létta mig, er að laga axlarstöðuna og byggja upp core (miðju) vöðva líkamans. Ég hef séð mun verri líkamsstöðu en þetta, það sem er fyrst og fremst að há mér er þyngdin, bjúgur og svo axlarstaðan.

Ég vigaði mig áðan, 16. ágúst kl. 21:45 og er 95,8 kg.
Það eru því farin 4 kg síðan ég byrjaði þetta 1. ágúst.

Ég tók svo fyrstu alvöru æfinguna í Héraðsþreki í dag. Ég var nú svo mikill klaufi að tína kortinu mínu og átti eitthvað erfitt með að fara og fá nýtt. Svona getur maður nú verið ósjálfbjarga og skrítin stundum. En ég hafði það nú af í gær og dreif mig svo á æfingu í dag. Þetta gerði ég:



Upphitun
Finnski fimleikakarlinn 3 x 20
Hné upp að bringu 3 X 20
Kobra – 8 X 20 sek
Rúlla læri utan og innan
Rúlla mjaðmir.
Teygja á innri lærvöðvum.


Æfing – Cardio dagur
Bretti
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 8
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 8,5
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 9
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 10
Allt tvisvar

Sippa
Single – 1 mín
Hvíla – 1 mín
DU – 1 mín
Hvíla – 1 mín
Single – 1 mín
Hvíla – 1 mín
DU – 1 mín

Róa 5 mínútur

Allt aftur
 


Mjög góð æfing, kannski svolítið löng en virkaði vel.

Það er mikilvægt að huga vel að hugsanlegum álagseinkennum eins og beinhimnubólgu og öðrum eymslum þegar maður byrjar aftur að æfa. Ekki síst þegar maður hefur náð þeirri þyngd sem ég er í, í dag. Upphitunin er mjög mikilvæg og það er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma í hana. Teygja vel og rúlla svo maður sé vel heitur og tilbúin í slaginn!