föstudagur, 5. ágúst 2016

Héraðsþrek - Þolpróf

Ég fór loksins í Héraðsþrek í dag, hef ekki komið þar inn á æfingu í 2 ár. Ótrúlegt bara! Það er bara gaman að sjá breytingarnar sem hafa átt sér stað þarna, afskaplega snyrtilegt og margt nýtt spennandi dót komið. 

Ég fór þó ekki í dag til að prófa allt nýja dótið heldur til þess að taka þrekpróf. Ég er alltaf með Cooper test á bretti í gangi en með því er hægt að reikna út þoltölu. Það er afskaplega gott að hafa eitthvað getulegt viðmið þegar maður er að bæta heilsuna, ekki alltaf vera að einblína á útlitslegan árangur. Ég bjó mér svo til annað árangurstengt próf og í þetta skiptið varð fyrir valinu tvöfalt sipp eða double under (DU) eins og það er kallað í bransanum ;-) 

Ég hljóp 1830 metra á 12 mínútum. Þetta set ég inn í formúlu sem reiknar svo þoltöluna.
Þoltalan mín reiknast sem 29,6 og ég því skv skala Coopers í góðu líkamlegu formi. Það er niðurstaða sem kom nokkuð á óvart þar sem ég hef lítið gert í ræktinni undanfarna mánuði. Maður býr þó alltaf að því sem maður hefur áður byggt upp, það er staðreynd. Það kom síðan í ljós í sipp - DU prófinu. Ég sippaði í mínútu og tók mínútu hvíld, allt þrisvar sinnum. Í fyrstu umferð fór ég 33 DU, í annarri umferð 39 DU og í síðustu umferð aftur 33 DU. Ég hef ekki sippað síðan í febrúar og hélt kannski að ég þyrfti að vinna upp tæknina við DU algjörlega upp á nýtt, en svo reyndist ekki vera og var það dásamleg uppgvötun. 

Ég mæli með þessum sippuböndum en ég keypti mitt í Ölpunum á 5990 kr. Þetta er að mínu mati allra bestu sippuböndin til að sippa DU og hef ég prófað þó nokkur.
Það sem háir mér mest í sippinu og ég veit að er nokkuð algengt vandamál er þvaglekinn, eða þið vitið að vera míga á sig á meðan á þessu stendur. Ég sló nú öll met í því í dag eins og sjá má hér:
hahaha ég bara gat ekki annað en tekið mynd af þessu. Ég gat ekki hugsað mér að hætta þegar ég fann hvað þetta gekk vel hjá mér þannig að ég bara hélt áfram þrátt fyrir þetta pínulitla vandamál. Ég var búin að gleyma besta ráðinu, að setja á mig dömubindi áður en haldið var í sippið. Man það bara næst :-)
Það var þó ljóst að eftir sipp prófið var um lítið annað að ræða en að drífa sig heim og þrífa sig.

Það er samt engin skömm að þessu og við konur eigum ekki að láta þetta hvimleiða vandamál stoppa okkur. Það er vissulega hægt að gera ráðstafanir með því að setja á sig dömubindi, það hefur virkað ágætlega fyrir mig.

Næsta þrekpróf verður síðan tekið eftir 2 vikur og verður gaman að sjá hvort eitthvað hefur breyst á þeim tíma.

Ég ætlaði nú að vera komin með myndirnar úr líkamsstöðugreiningunni hér inn en ég hef ekki haft tíma til að stúdera þetta nóg. Ég er samt byrjuð og vonandi næ ég að setja þær inn um helgina. 

Að lokum....
Ég fékk afskaplega spennandi uppskrift af boosti hjá Dandý vinkonu minni. Ég ætlaði nú varla að þora að drekka þetta í morgun en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég skora á ykkur að prófa þetta:

Orkuboost Dandýar
1/2 epli
1/2 pera
lítill banani
ca. 50 gr rauð paprika
ca 100 ml kókosvatn+
ca 1 cm engiferrót

Engin ummæli:

Skrifa ummæli