fimmtudagur, 4. ágúst 2016

Morgunmatur...

Ég er búin að vera setja saman í hausnum á mér hvernig ég ætla að næra mig næstu vikur. Þegar maður er búin að vera í sumarfríi og borða næstum allt sem hugurinn girnist þá er þetta frekar töff, svo ekki sé meira sagt. Ég er t.d algjör sökker fyrir þessu súkkulaði:
Ég hugsa að ég sé búin að borða alveg hálft svona á dag að meðaltali allan júlí mánuð. Ég er samt ekki hætt að borða það, dettur það ekki í hug, kannski bara ekki alveg strax ;-)

Í morgun bjó ég mér til boost. Ég á alveg súper góðan blandara, nutribullet sem ég keypti í Kost fyrir einhverju síðan. Ég hef prófað marga blandara, en þetta er sá allra besti sem ég hef notað. Hann ræður vel við ísmolanna sem er mikill kostur. 
Ég ákvað að prófa mig aðeins í "grænu" deildinni og var samsetninginn svona í morgun:

1 stöngull sellerí
2 lítil avakadó
1 lítill banani
ca.100 ml. kókosvatn
6 ísmolar.




Þetta var ágætt verð ég að segja. Það kemur samt svona krydd keimur af selleríunu og hann var kannski heldur þykkur til að drekka. Þurfti að nota skeið. Avakadóið gerir boost þykkt og fluffy og gerir áferðina svolítið eins og á búðing. Ég hugsa að ég gæti nú alveg svolgrað þessu í mig aftur. Stærsti kosturinn er sá að næringin er góð og ég varð södd.

1 matsk af lýsi setti svo punktinn yfir i-ið, í eftirmat :-)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli