miðvikudagur, 3. ágúst 2016

Héra - garpur í action

Ég hef ákveðið eftir langa langa umhugsun að setja á stað ræktar og heilsublogg sem byggist upp á því að taka sjálfa mig í gegn. Ég bjó til nýja síðu fyrir þetta málefni þar sem ég ætla eingöngu að tala um ræktina hér, hvað ég er þung, hvernig ég mælist í cm og fitu, hvað ég geri, hvað ég borða, hvaða fæðubótarefni ég er að nota etc. Einnig ætla ég að birta af mér myndir sem sýna hvernig gengur. Ástæðan fyrir því að ég ætla að opinbera þennan hluta af mér er til að halda mér við efnið en ekki síst markaðstengd þar sem ég hef mikin áhuga á því að koma mér á framfæri sem þjálfari síðar meir. Ég hef farið á þó nokkuð mörg námskeið tengd líkamsrækt í gegnum tíðina og hefur verið lögð gríðarlega mikil áhersla á að þjálfara líti vel út. Ég hef nú ekki haft þetta að leiðarljósi, hef nú bara etið það sem mér dettur í hug og er í raun búin að vera í yfirþyngd núna í 12 ár, eða síðan ég átti stelpuna mína. Ég er ekki hrifin af þessari útlitsdýrkun sem er svo rýkjandi í okkar samfélagi. Ég ætla engu að síður núna að nota sjálfa mig sem sýningargrip á því sem ég væri til í að bjóða upp á sem þjálfari. Ég er í messi líkamlega! Andlega hliðin er öll að komast í lag enda er ég búin að fara í fleiri sálfræði og ráðgjafa viðtöl síðustu mánuði en lang flestir gera alla sína æfi. 

Við höfum endalaust af hjálpartækjum þegar við ætlum að reyna að koma okkur í form. Það er svo mikið í boði að það er rugl! Sumt virðist vera algjört prump á meðan annað lítur út fyrir að vera sniðugt. Ég er búin að ákveða að prófa allskonar til að sjá hvernig það virkar. Ég er byrjuð, byrjaði 1. ágúst. Ég byrjaði á því að skrá mig í "keppni" sem ein ágæt ung kona benti mér á um daginn. Endilega kíkið á dietbet.com. Þetta lítur út fyrir að geta hjálpað til. Ég ætla einnig að láta mæla mig og svo taka einhver þrekpróf. Ég held að þetta verði bara skemmtilegt og spennandi. Vonandi get ég líka hjálpað einhverjum í þessu verkefni mínu. :-) Meira síðar í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli