miðvikudagur, 17. ágúst 2016

Dagur 2 og markmiði náð....


Ég tók dag 2 áðan í Héraðsþreki og er eiginlega bara búin á því eftir æfinguna. Ég vil nú ekki meina að maður þurfi nú endilega að gera út af við sig til að ná árangri en það er 100% öruggt að við náum ekki árangri með því að lulla í ræktinni. Það er voðaleg leiðinlegt að segja það en það er þannig ;-) Það sama má segja með þyngdalosun. Við léttumst ekki nema við höfum fyrir því að taka mataræðið í gegn. Ef við erum ekki að léttast að þá erum við einfaldlega að borða vitlaust eða of mikið. Við erum snillingar í því að finna allskonar skýringar á því afhverju við náum ekki árangri en það eru engar aðrar skýringar en þær að við þurfum bara að gera betur!

Þannig að .... suck it up og tökum okkur á!!



Dagur 2
Upphitun
Hnébeygja 3 X 20
Framstig  3 X 20
Kobra – 8 X 20 sek
Rúlla latissimus dorsi – undir handakrika
Rúlla hamstrings og læri framan
Teygja á innri lærvöðvum.
Teygja á hálsi
Æfing – leiðrétting
Wall slide – bak í vegg – 3 X 20
Mjaðmarétta – fætur í gólfi – 3 X 20
Rotary cuff – 3 X 20 hvor hlið – 3 kg
Róa í 5 mín
Styrkur - superset
Axlarpressa – dauð – 3 X 10 – 12,5 kg
Öfugur róður á stöng – 3 X 10
Interval
Uppstig – 1 mín
Hvíld – 1 mín
Hopp á kassa – 1 mín
Hvíld – 1 mín - Allt þrisvar.
Bretti
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 8 – 1 mín
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 9 – 1 mín
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 10 – 1 mín
Hraði 6 – 1 mín
Hraði 11 – 1 mín
Allt tvisvar

Ég afrekaði áðan að hoppa upp á þennan:
Það er alveg merkilegt hvað hræðslan er mikil í hausnum á okkur. Ég var sem sagt búin að vera mana mig upp í að hoppa upp í þessa hæð í Heilsueflingu en þorði aldrei. Ég ákvað svo bara áðan að hætta þessu bulli og hoppa upp á þetta. Fyrstu mínútuna hoppaði í 7 sinnum, næstu 11 sinnum og síðast 12 sinnum. Ég er því nokkuð ánægð með afrek dagsins.
 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli