þriðjudagur, 9. ágúst 2016

Vigtun og ný mynd og auðvitað nýtt boost.

Ég er nú ekki hætt, ekki aldeilis. Það gengur alveg ágætlega í þessari vegferð, eiginlega betur en ég þorði að vona. Ég hef eingöngu labbað og hjólað, fyrir utan þolprófin um daginn. Ég ætla að taka þessa viku í þannig rækt líka, reyni kannski að hlaupa smá líka. Mataræðið gengur mjög vel. Ég hafði "nammi" dag á sunnudag en þá var fermingarveisla þannig að það var ágætis úrval af gúmmilaði. Í þetta skiptið fóru allir afgangar ofan í kistu og bíða þar næsta nammidags.

Ég vigtaði mig svo í gær og tekin var mynd 2.

Mynd 1 - 01.08.2016
Mynd 2 - 08.08.2016




















Það er nú ekki sjáanlegur munur á mér á þessari viku. Það eru þó farin 2 kg á þessum dögum eins og sjá má hér.
Ég er bara nokkuð sátt við það.

Nýtt boost leit dagsins ljós í morgun.

1 appelsína
1 lítill banani
100 ml. kókosvatn
lúka bláber
1 cm engiferrót
1 matsk kókosfita
nokkrir klakar

Hrikalega gott!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli