þriðjudagur, 16. ágúst 2016

Líkamsstöðugreining....

Ég er búin að gera líkamsstöðugreiningu á sjálfri mér. Ég lét taka þessar myndir af mér 1. eða 2. ágúst. Það er nú varla að maður birti þetta með stolti hmmm. Engu að síður að þá skammast ég mín ekki fyrir það hvernig ég lít út. Ég er bara eins og ég er. Þarna er ég bara ekki í alveg nógu góðu standi, þannig er það bara og komin tími til að laga sig eitthvað til. :-)
Það sem ég þarf fyrst og fremst að gera, fyrir utan það að létta mig, er að laga axlarstöðuna og byggja upp core (miðju) vöðva líkamans. Ég hef séð mun verri líkamsstöðu en þetta, það sem er fyrst og fremst að há mér er þyngdin, bjúgur og svo axlarstaðan.

Ég vigaði mig áðan, 16. ágúst kl. 21:45 og er 95,8 kg.
Það eru því farin 4 kg síðan ég byrjaði þetta 1. ágúst.

Ég tók svo fyrstu alvöru æfinguna í Héraðsþreki í dag. Ég var nú svo mikill klaufi að tína kortinu mínu og átti eitthvað erfitt með að fara og fá nýtt. Svona getur maður nú verið ósjálfbjarga og skrítin stundum. En ég hafði það nú af í gær og dreif mig svo á æfingu í dag. Þetta gerði ég:



Upphitun
Finnski fimleikakarlinn 3 x 20
Hné upp að bringu 3 X 20
Kobra – 8 X 20 sek
Rúlla læri utan og innan
Rúlla mjaðmir.
Teygja á innri lærvöðvum.


Æfing – Cardio dagur
Bretti
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 8
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 8,5
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 9
Labba 1 mín – 6
Hlaupa 1 mín – 10
Allt tvisvar

Sippa
Single – 1 mín
Hvíla – 1 mín
DU – 1 mín
Hvíla – 1 mín
Single – 1 mín
Hvíla – 1 mín
DU – 1 mín

Róa 5 mínútur

Allt aftur
 


Mjög góð æfing, kannski svolítið löng en virkaði vel.

Það er mikilvægt að huga vel að hugsanlegum álagseinkennum eins og beinhimnubólgu og öðrum eymslum þegar maður byrjar aftur að æfa. Ekki síst þegar maður hefur náð þeirri þyngd sem ég er í, í dag. Upphitunin er mjög mikilvæg og það er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma í hana. Teygja vel og rúlla svo maður sé vel heitur og tilbúin í slaginn!

3 ummæli:

  1. Skemmtileg æfing er 60 sek hlaup (8.5 -9) og 90 sek hægara hlaup/skokk/ganga..upp í ca 30 mín. Tíminn flýgur á brettinu��

    SvaraEyða
    Svör
    1. nkl, um að gera að hafa þetta fjölbreytt, það verður um leið 100 sinnum skemmtilegra ;-)

      Eyða
  2. Skemmtileg æfing er 60 sek hlaup (8.5 -9) og 90 sek hægara hlaup/skokk/ganga..upp í ca 30 mín. Tíminn flýgur á brettinu��

    SvaraEyða