mánudagur, 22. ágúst 2016

10 km hlaup og nýtt þrekpróf

Við hjónakornin skruppum til Reykjavíkur á föstudagsmorgun til að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni þetta árið. Við höfum aldrei verið svo fræg að taka þátt í þessu hlaupi fyrr þó ég hafi nú sótt höfuðborgina á Menningarnótt áður. Æfingarferlið var stutt hjá okkur, svo ekki sé meira sagt. Við skráðum okkur reyndar í febrúar og þá í hálft maraþon. En eitthvað var lítið um æfingar og því var skráningin löguð fyrir ca. mánuði síðan og þá í 10 km. Samt sem áður fór lítið fyrir æfingunum og svaraði Ingvar að bragði þegar hann var spurður að því eftir hlaup hvort hann væri að hlaupa mikið: "Ég hljóp heim úr vinnunni um daginn!" 
En við sem sagt komumst alla 10 km og vorum bara nokkuð sátt með okkur og tímana okkar. 

Eftir hlaupið brunuðum við í Árbæjarlaug í sund og pott og svo aftur niður í bæ stuttu síðar að borða á Hornið.  Við fengum okkur dýrindis pizzu/pasta og hvítvín og bjór með.

Við fengum tækifæri til að kíkja aðeins á menninguna fyrir flugið heim, sem samt snérist kannski fyrst og fremst um að troðast í gegnum mannhafið á Laugarvegi og Austurstræti. Veðrið var hrikalega gott þannig að maður fór víst eitthvað lítið inn til að kynna sér menninguna innandyra.  Það er ekki ólíklegt að við gerum þetta að árlegum viðburði, kannski æfum við okkur þá aðeins fyrir hlaupið. Sko bara kannski!! :-)

Ég fór í Héraðsþrek áðan og tók sambærilegt þrekpróf og um daginn. Það var Cooper testið og fór ég núna á 12 mínútúm 1920 m sem að gefur mér þoltöluna 31,63. 

Svo var það DU í mínútu og hvíld í mínútu, þrisvare sinnum.
1 umferð - 51 DU
2 umferð - 39 DU
3 umferð - 38 DU

Ég var því að auka getuna töluvert mikið í bæði hlaupum og sippi.

Ég rúllaði kálfa og brjóstbak í dag líka, teygði vel á innan á lærum og svo Kobra í tabata.

Þeir sem eru að spá í Cooper testið, langar til að prófa að taka það þá er minnsta málið að reikna út þoltöluna fyrir ykkur og gefa ykkur upp skalann. Passið ykkur á því að hlaupa í hallanum 1 svo að prófið sé svona sirka sambærilegt við útihlaup. Ef við erum að hlaupa á bretti til að æfa okkur fyrir útihlaup að þá er gott að venja sig á að hlaupa alltaf í smá halla.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli